Danijel Majkic til liðs við Selfoss

Danijel Majkic til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Danijel Majkic um að leika með liðinu í 2. deild í sumar. Danijel er 32 ára og er frá Bosníu.

,,Fyrstu dagarnir voru sérstakir hér og tók það mig smá tíma að venjast breyttum aðstæðum en þetta verður bara betra með hverjum deginum,“ segir Danijel.

Hann getur leyst nokkrar stöður á vellinum í vörn og á miðju. Danijel hefur komið víða við á sínum ferli og spilað í löndum eins og Svíþjóð, Rússlandi, Líbíu og í heimalandinu, Bosníu.

,,Ég hef í raun bara heyrt góða hluti um landið og fólkið. Leikmennirnir, þjálfararnir og fólkið í kringum félagið hefur verið frábært hingað til. Svo hefur heimsbyggðin fengið að fylgjast með uppgangi íslenska boltans undanfarin ár svo að ég ákvað að stökkva til og prófa að spila á Íslandi,“ sagði Danijel að lokum.

Bjóðum Danijel velkominn á Selfoss!