Dean áfram á Selfossi

Dean áfram á Selfossi

Dean Martin skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Dean stýrði Selfyssingum upp í Lengjudeildina í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

,,Ég er mjög ánægður með það að hafa skrifað undir nýjan samning við Selfoss og ég hlakka til að taka næsta skref með liðinu. Leikmennirnir voru ótrúlegir í allt sumar þrátt fyrir erfitt og öðruvísi sumar. Þetta er frábært lið og það sama má segja um fólkið í kringum liðið,” sagði Dean eftir undirskriftina í dag.

,,Það eru spennandi tímar framundan í fótboltanum á Selfossi. Við erum að fá nýja höll og glænýtt gervigras þannig aðstaðan er að verða betri og leikmennirnir hjá félaginu fá tækifæri til þess að verða enn betri.“

Mynd: Dean Martin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl