Djúpmenn í heimsókn

Djúpmenn í heimsókn

Selfyssingar urðu að játa sig sigraða þegar sameiginlegt lið BÍ og Bolungarvíkur kom í heimsókn í sólina á Selfoss sl. sunnudag. Bæði mörk leiksins komu á fyrstu 20 mínútum leiksins og sáu heimamenn vart til sólar eftir það. Markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson átti góðan dag og bjargaði okkar mönnum nokkrum sinnum frá enn stærra tapi.

Strákarnir okkar eru komnir með bakið að veggnum og sitja í 9. sæti deildarinnar einungis tveimur stigum frá fallsæti. Liðið hefur sýnt góða takta í sumar og við vitum hvað í því býr. Nú þurfa stuðningsmenn liðsins að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins til batnaðar.

Næsti leikur er gegn Tindastól á Sauðárkróki föstudaginn 16. ágúst kl. 19:15. Strákarnir spila næst á Selfossvelli gegn botnliði Völsungs miðvikudaginn 21. ágúst kl. 18:30.