Dominos í samstarfi við knattspyrnudeild

Dominos í samstarfi við knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Selfoss og Dominos gengu í byrjun maí frá samstarfssamningi. Dominos bætist þar með í hóp fjölda fyrirtækja sem styðja við starf deildarinnar.

Samningurinn felur m.a. í sér að í hálfleik á öllum heimaleikjum Selfoss í sumar verður hægt að kaupa pizzu frá Dominos og rennur ágóði til deildarinnar.

Það voru Sævar Þór Gíslason, gjaldkeri knattpyrnudeildar, og Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Dominos, sem undirrituðu samninginn.

Mynd: Umf. Selfoss

Tags: