Dominos og knattspyrnudeild áfram í samstarfi

Dominos og knattspyrnudeild áfram í samstarfi

Í dag var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Dominos á Íslandi og knattspyrnudeildar Selfoss sem gildir næstu tvö árin.

Mikil ánægja er meðal beggja aðila með áframhaldandi samstarf.
Dominos opnaði nýlega glænýtt og endurhannað útibú á Selfossi sem er eitt af vinsælustu matsölustöðum bæjarins.

Knattspyrnudeildin heldur 4 stór barnamót á komandi sumri og munu Dominos pizzur meðal annars vera í boði fyrir svanga gesti á vallarsvæðinu.