Dramatík hjá stelpunum

Dramatík hjá stelpunum

Stelpurnar okkar unnu dramatískan sigur á ÍBV í annarri umferð Pepsi-deildarinnar fyrir rúmri viku síðan. Guðmunda Brynja Óladóttir kom okkar stúlkum í 2-0 með marki hvort í sínum hálfleiknum. ÍBV jafnaði leikinn þegar skammt var eftir af leiknum en varnarmaðurinn Hrafnhildur Hauksdóttir skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem þar er að finna viðtal við Hrafnhildi hetju Selfyssinga í leiknum.

Næsti leikur er á útivelli gegn Stjörnunni í Garðabæ fimmtudaginn 28. maí kl. 19:15.