Dýrmæt stig í jöfnum leik

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Dýrmæt stig í jöfnum leik

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á HK í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á Selfossi á laugardag. Það var Alfi Conteh sem skoraði eina mark leiksins.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en fengu ekki mörg færi. Það var ekki fyrr en á 41. mínútu að Selfyssingar skoruðu. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson tók þá langt innkast og eftir darraðadans í vítateig HK afgreiddi Alfi Conteh boltann í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik og Selfyssingar héldu áfram að vera þéttir fyrir í seinni hálfleik, börðust vel og voru nærri búnir að bæta við marki í uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og sækir Leikni heim í Breiðholtið föstudag 9. júní klukkan 19:15.

Alfi skoraði dýrmætt mark fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS