Dýrmætt stig á heimavelli

Dýrmætt stig á heimavelli

Selfyssingar kræktu sér í dýrmætt stig á heimavelli gegn Fjarðabyggð í 1. deildinni á laugardag.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en það var hinn bráðefnilegi Richard Sæþór Sigurðsson sem jafnaði tvívegis fyrir okkar menn í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Staðan á botninum hefur lífið breyst en Selfyssingar tveimur stigum frá fallsæti í 10. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á útivelli fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 18:00.

Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í þeirri baráttu sem framundan er í deildinni.

 

Tags: