Einar Ottó áfram með Selfoss

Einar Ottó áfram með Selfoss

Einar Ottó Antonsson, reynslumesti leikmaður Selfoss, hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss og mun því spila áfram með Selfyssingum í 1. deildinni næsta sumar.

Einar Ottó, sem spilað hefur yfir 250 leiki fyrir Selfoss, er prímusmótorinn í liði Selfyssinga og afar mikilvægur hlekkur í því uppbyggingarstarfi sem er í gangi á Selfossi. Hann er fyrirmynd allra knattspyrnumanna á Selfossi, ósérhlífinn á velli og hvers manns hugljúfi utan vallar.

Það er mikil ánægja innan knattspyrnudeildar að hafa tryggt Selfoss krafta Einars Ottó næsta tímabil.

Mynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Tags: