Ekkert gaman á Gaman Ferða-vellinum

Ekkert gaman á Gaman Ferða-vellinum

Selfoss varð af mikilvægum stigum í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið tapaði fyrir Haukum, 2-1, á Gaman Ferða-vellinum í Hafnarfirði.

Haukar komust yfir strax á 7. mínútu og leiddu 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri, á marki Hauka. JC Mack minnkaði muninn í 2-1 á 63. mínútu, eftir aukaspyrnu Þorsteins Daníels Þorsteinssonar. Leikurinn fjaraði út á lokakaflanum og fátt var um færi á báða bóga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur 15 stig í sjötta sætið og sækja ÍR-inga heim á Hertz-vellinum á laugardag kl. 14:00.