Elvar Ingi í Selfoss

Elvar Ingi í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við sóknarmanninn Elvar Inga Vignisson. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Elvar Ingi kemur til Selfoss frá ÍBV en hann lék sextán leiki með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk.

Elvar Ingi er 22 ára sóknar- og kantmaður. Hann er uppalinn í Aftureldingu en lék með Fjarðabyggð í 1. deildinni sumarið 2015.

Nánar á Sunnlenska.is.