Elvar Ingi sökkti Seltirningum

Elvar Ingi sökkti Seltirningum

Strákarnir unnu öruggan 2-0 útisigur á Gróttu í Inkasso-deildinni í gær.

Það var Elvar Ingi Vignisson sem skoraði bæði mörk Selfyssinga, hvort í sínum hálfleiknum. Selfyssingar lék manni fleiri frá þrítugustu mínútu og nýttu sér liðsmuninn vel.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum leik eru Selfyssingar í 5. sæti-deildarinnar með 21 stig. Liðið fær Keflavík í heimsókn miðvikudaginn 2. ágúst kl. 19:15.

Elvar Ingi skoraði bæði mörk Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss