Endurtekið efni Selfyssinga

Endurtekið efni Selfyssinga

Selfyssingar eru komnir í fjórðungsúrslit Borgunarbikars kvenna eftir magnaða endurkomu gegn Val á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Valskonur voru 0-2 yfir þegar Lauren (Lo) Hughes minnkaði muninn á 80. mínútu. Hún jafnaði leikinn á 90. mínútu og í uppbótartíma skoraði Heiðdís Sigurjónsdóttir sigurmark Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem þar má finna viðtal við Lo.

Dregið er í næstu umferð bikarsins í hádeginu í dag.