Erfið byrjun á Pepsi deildinni

Erfið byrjun á Pepsi deildinni

Selfyssingum gengur brösuglega í fyrstu leikjum sínum í Pepsi deildinni. Síðastliðinn sunnudag urðu þær að játa sig sigraðar á heimavelli gegn Þór/KA 2-3. Það voru Eva Lind Elíasdóttir og Blake Stockton sem skoruðu mörk okkar stelpna.

Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ þriðjudaginn 27. maí kl. 19:15.

Vönduð umfjöllun um leikinn er á vef Sunnlenska.is.

Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl