Ert þú búin/n að tryggja þér miða á lokahófið

Ert þú búin/n að tryggja þér miða á lokahófið

Forsala aðgöngumiða á lokahóf knattspyrnudeildar fer fram hjá Katrínu Rúnarsdóttur í síma 695-1425 og Þóru S. Jónsdóttur í síma 893-2844. Hófið verður haldið í Hvítahúsinu laugardagskvöldið 1. október en þar fagna konur og karlar í meistaraflokki og 2. flokki árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum sínum.

Veislustjóri er Björn Bragi en Ingó Veðurguð og A liðið halda uppi stuðinu. Miðaverð er kr. 3.900 á mat og ball. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma, í fyrra seldist upp.

 

Tags: