Fimm Selfyssingar í U19

Fimm Selfyssingar í U19

Það eru hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss sem voru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 7.–8. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara
fram í Kórnum undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Esther Ýr Óskarsdóttir og Bergrós Ásgeirsdóttir. Þess má geta að Esther Ýr og Bergrós eru í æfingahóp U19 í fyrsta skipti.

Ennfremur er það skemmtilegt að ekkert lið á fleiri leikmenn en Selfoss í hópnum að þessu sinni og er það til merkis um aldeilis frábært starf Knattspyrnudeildar Selfoss.