Fjölbreytt verkefni yngri iðkenda Selfoss

Fjölbreytt verkefni yngri iðkenda Selfoss

Á síðustu misserum hafa yngri iðkendur knattspyrnudeildar tekið þátt í fjölda verkefna undir merkjum Selfoss. Yfir 50 strákar úr 7. flokki fóru á Norðurálsmótið á Akranesi og stóðu sig frábærlega í roki og rigningu.

5. flokkur kvenna og 6. flokkur karla ferðuðust til Vestmannaeyja og tóku þátt á Pæjumóti TM og Orkumótinu, bæði mjög stór mót fyrir þessa aldurshópa. 23 stelpur og 32 strákar fóru frá Selfossi og voru við með í landsliðs- og pressuleikjum í báðum mótum.

Á Selfossi var haldið Íslandsmót í 6. flokki kvenna, svokallað hnátumót þar sem okkar stelpur voru með fimm lið skráð til leiks og voru einhver liðin hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni mótsins.

3. flokkur karla og kvenna eru þessa stundina stödd í Barcelona á Spáni að taka þátt í árlegu móti, Barcelona Cup. Virkilega stórt og skemmtilegt mót sem fer fram við bestu aðstæður í frábæru veðri og hafa okkar lið staðið sig mjög vel það sem af er móti.

Framundan er  N1 mót 5. flokks karla sem fer fram á Akureyri þar sem við erum að sjálfsögðu með fulltrúa eins og síðustu ár ásamt því að 5.-7. flokkar kvenna fara á Símamótið, langstærsta stelpumót ársins um miðjan júlí.

Virkilega gaman að fylgjast með öllum þessum krökkum ferðast um landið undir merkjum okkar félags og fá frábær verkefni við sitt hæfi.

Áfram Selfoss

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka