Fjölmenn uppskeruhátíð

Fjölmenn uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar var haldin síðastliðinn laugardag. Færa þurfti hátíðina inn í Iðu vegna vætu. Óskar Sigurðsson, formaður deildarinnar, fór yfir árangur sumarstarfsins og á eftir voru afhentar viðurkenningar í öllum flokkum fyrir góðan árangur. Allir iðkendur í 7. flokki fengu gefins armbönd með merki Umf. Selfoss. Þá fékk fyrirtækið Nói-Síríus afhenta viðurkenninguna Félagi ársins fyrir góðan stuðning við deildina undanfarin ár. Tveir leikmenn meistaraflokks, þeir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson, aðstoðuðu formann deildarinnar við að afhenda viðurkenningar. Á eftir fengu allir sér grillaðar pylsur og Svala.

Viðurkenningar 2012:

3. flokkur karla: Besti varnarmaður: Arnar Einarsson, besti miðjumaður: Víkingur Freyr Traustason, besti sóknarmaður: Richard Sæþór Sigurðsson, leikmaður ársins: Sindri Pálmason, mestu framfarir: Gísli Frank Olgeirsson og besta ástundun: Einar Jakob Jóhannsson.
4. flokkur karla: Besti varnarmaður: Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson, besti miðjumaður: Jökull Hermannsson, besti sóknarmaður: Arilíus Óskarsson, leikmaður ársins: Guðmundur Aðalseinn Sveinsson, mestu framfarir: Sigurður Gauti Guðmundsson og besta ástundun: Steingrímur Magnús Steingrímsson.
5. flokkur karla: Besti varnarmaður: Anton Breki Viktorsson, besti miðjumaður: Haukur Þrastarson, besti sóknarmaður: Martin Bjarni Guðmundsson, leikmaður ársins: Anton Breki Viktorsson, mestu framfarir: Benedikt Fadel Faraq og besta ástundun. Egill Hermannsson.
6. flokkur karla: Besti varnarmaður: Elfar Ísak Halldórsson, besti miðjumaður: Aron einarsson, besti sóknarmaður: Tryggvi Sigurberg Traustason, leikmaður ársins: Aron Einarsson, mestu framfarir: Vilhelm Steindórsson og besta ástundun: Hlynur Héðinsson.

3. flokkur kvenna: Besti varnarmaður: Bergrós Ásgeirsdóttir, besti miðjumaður: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, besti sóknarmaður: Signý Rúnarsdóttir, leikmaður ársins: Esther Ýr Óskarsdóttir, mestu framfarir: Hekla Halldórsdóttir og besta ástundun: Sigríður Elma Karlsdóttir.
4. flokkur kvenna: Besti varnarmaður: Ísabella Rós Ingimundardóttir, besti miðjumaður: Kolbrún Ýr Karlsdóttir, besti sóknarmaður: Karen María Magnúsdóttir, leikmaður ársins: Þóra Jónsdóttir, mestu framfarir: Lára Björk Ingvarsdóttir og besta ástundun: Ólöf Eir Jónsdóttir.
5. flokkur kvenna: Besti varnarmaður: Brynhildur Ágústsdóttir og Ingunn Sara Brynjarsdóttir, besti miðjumaður: Barbára Sól Gísladóttir og Elva Rún Óskarsdóttir, besti sóknarmaður: Unnur Bergsdóttir og Snædís Líf Pálmarsdóttir, leikmaður ársins: Unnur Bergsdóttir, mestu framfarir: Bríet Guðný Sigurðardóttir og besta ástundun: Svanlaug Arnardóttir.
6. flokkur kvenna: Besti varnarmaður: Karen Lind Einarsdóttir, besti miðjumaður: Inga Matthilur Karlsdóttir, besti sóknarmaður: Brynhildur Sif Viktorsdóttir, leikmaður ársins: Ísabella Sara Halldórsdóttir, mestu framfarir: Íris Gunnarsdóttir og besta ástundun: Íris Gunnarsdóttir og Írena Rán Ingþórsdóttir.