Fjölnismenn sterkari

Fjölnismenn sterkari

Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar Fjölnismanna í Grafarvoginum á laugardag. Lokatölur urðu 3-0 fyrir heimamenn og halda þeir toppsætinu fyrir lokaumferðina á laugardag. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en það voru Fjölnismenn sem skoruðu eina markið. Í síðari hálfleik bættu heimamenn tveimur mörkum við án þess að Selfyssingar næðu að svara fyrir sig. Selfyssingar áttu nokkur færi í leiknum og hefðu hæglega getað strítt Fjölnismönnum meira.

Fyrir lokaumferðina eru Selfyssingar í 8. sæti með 27 stig og mæta KF í lokaumferðinni. Leikurinn fer fram á Selfossvelli og hefst kl. 14:00.