Fjórir Selfyssingar boðaðir á landsliðsæfingu

Fjórir Selfyssingar boðaðir á landsliðsæfingu

Fjórir leikmenn Selfoss hafa verið boðaðir á æfingar A landsliðs kvenna sem fram fara í Kórnum og Egilshöll nú um helgina 27. – 29. nóvember.

Þetta eru reynsluboltarnir Guðmunda Brynja Óladóttir og Thelma Björk Einarsdóttir sem báðar hafa leikið með landsliðinu en auk þess nýliðarnir Hrafnhildur Hauksdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir.

Frábær árangur hjá stelpunum okkar og viðurkenning fyrir starf knattspyrnudeildar Selfoss.