Fjórir ungir leikmenn semja við Selfoss

Fjórir ungir leikmenn semja við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við fjóra unga leikmenn sem allar hafa skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta eru þær Barbára Sól Gísladóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir og Þóra Jónsdóttir.

Eins og kemur fram á Sunnlenska.is þá voru Barbára, Írena og Þóra að skrifa undir sína fyrstu samninga við Selfoss en Unnur Dóra framlengdi samning sem hún skrifaði undir í vor. Eftir því sem næst verður komist eru þær Unnur Dóra og Barbára Sól yngstu leikmenn í sögu deildarinnar til þess að skrifa undir samning.

 

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl