
27 des Flugeldasala knattspyrnudeildar Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss verður með sína árlegu flugeldasölu í Tíbrá við Engjaveg núna fyrir áramótin.
Knattspyrnudeildin stuðlar að mikilvægu lýðheilsu- og forvarnastarfi.
Ein af aðalfjáröflunum deildarinnar er flugeldasalan ár hvert.
Látið sjá ykkur og náið ykkur í flugelda á góðu verði!