Flugeldasala knattspyrnudeildar

Flugeldasala knattspyrnudeildar

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss er nú í fullum gangi, en salan fer fram í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg. Opið er frá kl. 10 til kl. 22 laugardaginn 29. des og sunnudaginn 30. desember. Á gamlársdag er opið milli kl. 10 og 16. Við hvetjum alla stuðningsmenn Selfoss að styðja strákana og stelpurnar okkar og versla flugelda hjá knattspyrnudeildinni. Þar eru í boði frábær pakkatilboð svo sem úrvalsdeildarpakkar, fjölskyldupakkar og stuðningsmannapakkar af öllum stærðum og gerðum.

Risarakettur – Risatertur – Neonljós – Stjörnuljós – Blys – Inniknöll – sprengjur og margt fleira.

Gleðilegt nýtt ár!