Flugeldasala

Flugeldasala

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.

Opið verður sem hér segir:

28. desember kl. 14 – 20.
29. desember kl. 10 – 22.
30. desember kl. 10 – 22.
31. desember kl. 10 – 16.

Starf knattspyrnudeildarinnar er umfangsmikið og þurfum við á stuðningi þínum að halda. Sem fyrr verður flugeldasala á vegum deildarinnar, sem er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi okkar. Þú mátt treysta því að þar verður að finna ódýrustu flugeldana í bænum og bestu bomburnar. Flugeldasalan verður í félagsheimilinu Tíbrá og munum við taka vel á móti gestum okkar með rjúkandi heitu kaffi á könnunni.

Flugeldasala Sævar Þór selfoss.org

Sævar Þór á góðri stund í flugeldasölunni.
Mynd: Selfoss.org/EMK

 

Tags: