Foreldrafundir í fótboltanum

Foreldrafundir í fótboltanum

Unglingaráð knattspyrnudeildar minnir á foreldrafundi í öllum yngri flokkum nú í vikunni. Í kvöld þriðjudag eru stelpuflokkarnir og á fimmtudag eru strákaflokkarnir. Fundirnir hefjast kl. 20:00 í Tíbrá.

Farið verður yfir allar almennar upplýsingar um starf flokkanna þ.e. æfingar og keppni auk félagslegra þátta. Jafnframt verða kynnt markmið og stefna flokkanna í víðu samhengi.

Kosið verður í foreldraráð og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að bjóða sig fram í ráðin.