Foreldrafundir knattspyrnudeildar

Foreldrafundir knattspyrnudeildar

Unglingaráð knattspyrnudeildar boðar til foreldrafunda í yngri flokkum deildarinnar. Eins og í fyrra verður sá háttur hafður á að hafa sameiginlegan fund fyrir strákaflokka annars vegar og stelpuflokka hins vegar. Fundirnir verða haldnir í félagsheimilinu Tíbrá að Engjavegi 50 og hefjast klukkan 20:00.

Mánudaginn 10. nóvember er fundur fyrir foreldra strákanna.

Þriðjudaginn 11. nóvember er fundur fyrir foreldra stelpnanna.

Á fundinum verður farið yfir veturinn, mót og fleira. Auk þess vantar 4-5 drífandi foreldra til starfa í foreldraráði. Fyrri hluti fundarins er sameiginlegur en að því loknu er fundurinn brotinn upp þar sem foreldrar funda með sínum þjálfara sem kynnir hvað flokkurinn gerir á tímabilinu.

Hlökkum til að sjá sem flesta.