Foreldrafundur knattspyrnudeildar

Foreldrafundur knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Selfoss heldur sinn árlega foreldrafund fyrir alla yngri flokka þriðjudaginn 26. apríl. Fundurinn byrjar kl. 20:00 í Vallaskóla – gengið inn frá Engjavegi.

Eftir stutta kynningu á starfi deildarinnar ásamt öðru taka þjálfarar við með fundi fyrir sína flokka.
Mikilvægt fyrir foreldra að mæta og kynna sér hvað er framundan hjá knattspyrnudeildinni og endilega skrá sig í foreldraráð hjá sínum flokki.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Áfram Selfoss!