Fótboltadagur fyrir stelpur á Selfossvelli

Fótboltadagur fyrir stelpur á Selfossvelli

Laugardaginn 27. júlí milli kl. 11 og 12 verður risastór fótboltaæfing á Selfossvelli. Æfingin er fyrir allar stelpur á Selfossi og nágrenni sem æfa eða hafa áhuga að prófa fótbolta.

Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks kvenna á Selfossi stýra skemmtilegum æfingum og leikjum og spjalla við stelpurnar. Markmennirnir bjóða upp á tækniæfingar og við vitum ekki hvað og hvað.

Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að mæta á völlinn á meðan prinsessurnar æfa. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta með stelpunum.

Allar stelpur á Selfossvöll! Hlökkum til að sjá ykkur á laugardag.