Fótboltamaraþon

Fótboltamaraþon

Strákarnir í 5. flokki í knattspyrnu standa fyrir fótboltamaraþoni í Iðu laugardaginn 22. febrúar frá klukkan 9 til 17.

Fótboltamaraþonið er fjáröflun strákanna fyrir N1 mótið sem fram fer á Akureyri í sumar. Þeir ætla að spila samfleytt í átta klukkustundir og vonast eftir að fólk sjái sér fært að heita á hverja klukkustund sem þeir spila eða eða styrkja þá um upphæð að eigin vali.

Allir eru velkomnir í Iðu á laugardag að fylgjast með strákunum leika listir sínar.

Tags:
,