Fótboltinn rúllar af stað

Fótboltinn rúllar af stað

Keppnistímabilið hjá knattspyrnumönnum hefst í dag.

Strákarnir hefja leik í 1. deildinni á Akranesi í dag, föstudag, kl. 19:15. Leikurinn sem upphaflega var settur á Selfossvöll hefur verið færður þar sem Selfossvöllur er ekki tilbúinn til notkunar.

Stelpurnar hefja leik í Pepsi deildinni á gervigrasinu á Selfossvelli þriðjudaginn 13. maí kl. 18:00 þegar nágrannar okkar frá Vestmannaeyjum koma í heimsókn.

Þá hefja strákarnir okkar leik í Borgunarbikar KSÍ þegar þeir heimsækja Knattspyrnufélagið Hlíðarenda á þriðjudag kl. 19:15. Leikurinn fer fram á heimavelli þeirra að Hlíðarenda.