Frábær mæting á yngriflokkaslútt

Frábær mæting á yngriflokkaslútt

Nú á laugardaginn hélt knattspyrnudeildin árlegt slútt hjá yngriflokkum.
Frábær mæting var á JÁVERK-völlinn í ágætis veðri. Leikmenn meistaraflokka mættu á svæðið og aðstoðuðu við verðlaunaafhendingar sem Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar stjórnaði að mikilli list.

Yngsta iðkendur deildarinnar fengu þátttökuverðlaun fyrir frábært ár, en þar á eftir voru veitt einstaka verðlaun frá 6. flokki upp í 3.flokk

Ungir knattspyrnumenn og konur ásamt foreldrum og gestum gæddu sér þar á eftir á pylsum í boði hússins

Í ár voru hátt í 500 iðkendur hjá knattspyrnudeildinni og hefur deildin aldrei verið jafn öflug 

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Guðmundur Karl ljósmyndari tók af veislunni