Frábær sigur fyrir norðan

Frábær sigur fyrir norðan

Selfyssingar gerðu góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið vann sannfærandi sigur á Þórsurum 1-4 í Inkasso-deildinni.

Okkar menn komust yfir strax á annarri mínútu þegar Sindri Pálmason skoraði eftir hornspyrnu. James Mack skoraði annað markið Selfyssinga áður en Þórsarar minnkuðu muninn fyrir hálfleik.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik gerði Andy Pew þriðja mark Selfyssinga. Það var svo varamaðurinn Haukur Ingi Gunnarsson sem gerði út um leikinn með fjórða marki Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur unnið báða leiki sína í deildinni og eru á toppnum ásamt Fylki. Liðið tekur á móti  Kára í Borgunarbikarnum á morgun kl. 19:15.

Sindri skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Akureyri.net/Þórir Ó.Tryggvason