Frábær sigur Selfyssinga á Sauðarkróki

Frábær sigur Selfyssinga á Sauðarkróki

Stelpurnar okkar unnu góðan 1-4 útisigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum á bragðið strax á 5. mínútu með glæsilegu skallamarki. Fimmtán mínútum síðar bætti Magdalena Reimus við marki og staðan var 0-2 í hálfleik.

Tindastóll minnkaði muninn þegar tæpar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en Selfyssingar létu það ekki slá sig út af laginu og Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þriðja markið á 70. mínútu. Eva Lind Elíasdóttir bætti svo fjórða marki Selfoss við á 90. mínútu og tryggði liðinu 1-4 sigur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum fjórum umferðum er Selfoss í fimmta sæti deildarinnar með 6 stig og tekur á móti ÍR í næstu umferð föstudaginn 9. júní kl. 18:00.

Stelpurnar voru kampakátar að loknum góðum leik á Sauðárkróki.
Ljósmynd: Umf. Selfoss