Frábært fótboltamaraþon 5. flokks

Frábært fótboltamaraþon 5. flokks

Strákarnir í 5. flokki spiluðu fótbolta samfleytt í átta klukkustundir laugardaginn 22. febrúar og var þetta fjáröflun strákanna fyrir N1 mótið sem fram fer á Akureyri í sumar. Það voru þreyttir en glaðir strákar sem stilltu sér upp í myndatöku að loknu maraþoni ásamt þjálfurunum Einari Ottó og Sigmari.

Strákarnir vilja koma á framfæri þakklæti til fyrirtækja og einstaklinga sem studdu þá. Einnig þakka þeir foreldraráði og starfsfólki Iðu fyrir aðstoð og undirbúning.