Frábært samstarf við TRS framlengt

Frábært samstarf við TRS framlengt

Í vikunni var undirritaður tveggja ára samningur milli Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og TRS ehf. Samningurinn er framhald á frábæru samstarfi deildarinnar við TRS sem verður áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.

Það voru Sveinbjörn Másson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS sem undirrituðu samninginn.

Á myndinni eru eigendur TRS ehf. þau Gunnar Bragi og Kristín Gunnarsdóttir fjármálastjóri ásamt Sveinbirni og Gunnari Borgþórssyni þjálfara meistaraflokks kvenna og yfirþjálfara yngri flokka.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

Tags: