Frækilegur sigur á Fjarðabyggð

Frækilegur sigur á Fjarðabyggð

Selfyssingar lögðu Fjarðabyggð að velli 2-1 í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær. Arnar Logi Sveinsson og JC Mack skorðuð mörk Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum eru Selfyssingar komnir upp í 6. sæti deildarinnar með 9 stig og mæta í næsta leik Grindvíkingum á útivelli föstudaginn 24. júní kl. 19:15.