Frítt á völlinn í Kópavogi í kvöld

Frítt á völlinn í Kópavogi í kvöld

Kvennalið Selfoss heimsækir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 19:15 í kvöld.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er frítt inn fyrir alla, börn og fullorðna, í boði Deloitte. Selfyssingar eru hvattir til að nýta tækifærið og fjölmenna á völlinn til að hvetja sitt lið áfram.

Að loknum fjórum umferðum í deildinni er Breiðablik í 4. sæti með 7 stig en Selfoss í 6. sæti með 6 stig. Með sigri komast Selfyssingar því uppfyrir Blika svo væntanlega verður um hörkuleik að ræða þar sem ekkert verður gefið eftir.

Frítt á leik Breiðablik – Selfoss 10. júní 2014