Fullkomin frammistaða!

Fullkomin frammistaða!

Selfoss vann frábæran sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar í leiknum og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem að ísinn var brotinn. Þór Llorens átti þá sendingu inn í teig gestanna þar sem boltinn skaust manna á milli, Gary var fljótur að átta sig á stöðunni og negldi boltanum í netið eftir mikið klafs. 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Það var ekki mikið liðið af síðari hálfleik þegar Selfyssingar tvöfölduðu forystu sína. Aftur var það Gary Martin þegar hann setti boltann í netið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Gestirnir ógnuðu marki Selfyssinga mikið það sem eftir lifði leiks. Ingvi Rafn Óskarsson rak síðan síðusta naglann í kistuna á 85. mínútu leiksins með frábæru skoti langt utan af kanti. 3-0 lokatölur á JÁVERK-vellinum, frábær frammistaða frá fyrsta manni til þess síðasta!

Liðið er nú með 18 stig í 10. sæti deildarinnar. Næsta verkefni liðsins er í Ólafsvík á laugardag.

ÁFRAM SELFOSS!