Fullt hús hjá Dagnýju og Guðmundu Brynju

Fullt hús hjá Dagnýju og Guðmundu Brynju

Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem vann tvo örugga sigra í undankeppni EM 2017 í seinustu viku.

Liðið vann 0-4 sigur á Makedóníu og 0-6 sigur á Slóveníu og er Ísland því með 9 stig eftir þrjá leiki eða fullt hús stiga. Dagný lék báða leikina frá upphafi til enda og skoraði tvö mörk gegn Slóveníu. Guðmunda Brynja kom inn á í síðara hálfleik gegn Makedóníu.

Ljósmynd: Myndasafn KSÍ.