Fyrsti sigur Selfyssinga

Fyrsti sigur Selfyssinga

Selfoss vann öruggan 0-2 sigur á FH í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu á útivelli í gær. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga í deildinni í sumar.

Selfoss var sterkari aðilinn allan tímann en úrslitin réðustu á sjálfsmarki FH í upphafi fyrri hálfleiks og marki frá Tiffany McCarthy í upphafi seinni hálfleiks. Selfoss stýrði ferðinni af miklu öryggi allan leikinn og FH ógnaði lítið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Þetta var fyrsti sigur og fyrstu mörk Selfoss í deildinni í sumar og bikarmeistararnir vonandi komnir á skrið eftir erfiða byrjun.