Fyrsti sigur strákana kom gegn Magna Grenivík

Fyrsti sigur strákana kom gegn Magna Grenivík

Fyrsti sigur Selfyssinga í Inkasso-deildinni kom á heimavelli gegn Magna í dag.

Staðan var markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik en Gilles Ondo kom heimamönnum yfir eftir að gestunum tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf í burtu.

Meira fjör færðist í leikinn eftir markið og komust bæði lið nálægt því að skora áður en Sigurður Marinó Kristjánsson jafnaði. Sigurður var einn á auðum sjó og jafnaði eftir slakan varnarleik Selfyssinga sem leyfðu boltanum að leka gegnum teiginn og á fjærstöngina.

Fjörið var ekki búið því Ingi Rafn Ingibergsson gerði sigurmark heimamanna þegar hann slapp einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Kenan Turudija.

Bæði lið komust nálægt því að skora í uppbótartíma en boltinn fór ekki í netið. Selfoss er með fjögur stig eftir fjórar umferðir, Magni er með þrjú stig.