Gestrisnir Selfyssingar

Gestrisnir Selfyssingar

Það voru gulir og glaðir Fjölnismenn sem sóttu þrjú stig á Selfossvöll í gærkvöldi.

Fyrri hálfleikur var afskaplega bragðdaufur af hálfu heimamanna sem voru tveimur mörkum undir í hálfleik. Heimamenn hresstust nokkuð í seinni hálfleik og áttu m.a. stangarskot áður en Sindri Snær Magnússon minnkaði muninn á 49. mínútu. Þrátt fyrir þunga sókn undir lok leiksins urðu Selfyssingar að sætta sig við tap í leiknum

Lesa má nánar um leikinn á vef sunnlenska.is

Næstu tveir leikir Selfyssinga fara fram á Norðurland fyrst gegn KF á Ólafsfirði þriðjudaginn 16. júlí og svo gegn KA á Akureyri laugardaginn 20. júlí. Næsti heimaleikur okkar manna er gegn Víkingi úr Reykjavík fimmtudaginn 25. júlí kl. 19:15.