Getraunastarfið hefst á laugardag – 200 milljónir í Enska boltanum

Getraunastarfið hefst á laugardag – 200 milljónir í Enska boltanum

Getraunastarf Selfoss hefst á laugardag. Það verður opið í Tíbrá alla laugardaga milli kl. 11 og 13 í vetur. Heitt á könnunni og bakkelsi frá Guðna bakara.

Nú er enski boltinn farinn að rúlla og af því tilefni hefur verið ákveðið að bæta við fyrsta vinning á Enska getraunaseðlinum. Tryggðar verða um 200 milljónir króna (13 milljónir SEK) fyrir 13 rétta. Það er því ljóst að sumarfríinu er lokið og ástæða til að skoða getraunaseðilinn vel og taka þátt í risapottinum. Lokað verður fyrir sölu kl. 13.00 á laugardaginn.

Það eru allir velkomnir og við hlökkum til að sjá þig.

Arndís fékk utanlandsferð

Á lokahófi Selfoss getrauna sem fram fór í vor voru afhent verðlaun fyrir hópleikinn. Það var hópurinn Arndís sem bar sigur úr bítum eftir æsispennandi úrslitakeppni við hópinn Agnarsmáir. Sigurliðið skipa frú Svandís Bára Pálsdóttir og ungfrú Katrín Arna Kjartansdóttir og hlutu þær að launum ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum.

Hvetjum tippara til að taka þátt í hópleiknum sem hefst í lok september eða um leið og bikarkeppni Selfoss getrauna lýkur.

Katrín Arna t.v. og Svandís Bára voru alsælar með frábæran árangur.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur

Tags: