Getraunastarfið hefst á laugardag – 215 milljóna risapottur

Getraunastarfið hefst á laugardag – 215 milljóna risapottur

Um leið og enski boltinn rúllar af stað rísa Selfoss getraunir úr sumardvalanum.

Það er opið hús í Tíbrá félagsheimili Umf. Selfoss alla laugardaga milli kl. 11 og 13. Heitt á könnunni og ilmandi bakkelsi frá Guðnabakaríi.

Allir velkomnir og sérstaklega nýir tipparar. Hlökkum til að sjá þig.

VERÐLÆKKUN Í GETRAUNUM

Íslenskar getraunir hafa lækkað verð á hverri röð á getraunaseðlunum um eina krónu og kostar röðin því 17 krónur. Lækkunin er til komin vegna styrkingar íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Verð hverrar raðar helst í hendur við verð á röðinni í Svíþjóð þar sem Íslenskar getraunir eru í samstarfi með Svenska Spel um sölu getrauna og vinningsupphæðir eru reiknaðar í sænskum krónum.

Tags: