Glæsilegu Olísmót lokið

Glæsilegu Olísmót lokið

Það voru mörg glæsitilþrif sem litu dagsins ljós í Meistaradeild Olís sem fram fór í níunda skipti á Selfossvelli um helgina. Þar voru mættir til leiks nærri 600 strákar frá 17 félögum í 5. flokki sem lögðu sig alla fram í hvern einasta leik og skemmtu sér gríðarlega vel. Í heild voru spilaðir 261 leikur á mótinu og mörkin urðu hvorki fleiri né færri en 1051.

Eins og við var að búast stóðu Selfyssingar sig vel á mótinu og unnu tvö liða félagsins til bronsverðlauna. Einar Ottó þjálfari strákanna stóð í ströngu alla helgina og leysti verkefnið með miklum sóma ásamt aðstoðarþjálfurum sínum.

Að loknu frábæru móti vill knattspyrnudeild Selfoss þakka öllum þátttakendum, þjálfurum og forráðamönnum kærlega fyrir komuna ásamt þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu með einum eða öðrum hætti að framkvæmd mótsins. Mótið gekk afar vel  fyrir sig og má þakka það góðri skipulagningu, óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi og síðast en ekki síst prúðmannlegri framkomu mótsgesta.

Eins vill deildin þakka Olís aðalstyrktaraðila mótsins sem og Íslandsbanka, Guðnabakaríi, Krás, Vífilfell, JP lögmönnum, SET, Nóa Síríus, MS, TRS, Hótel Selfoss, Lögmönnum á Suðurlandi, Krónunni og Kjörís kærlega fyrir sinn þátt í að styrkja mótið.

Sjáumst aftur að ári á Olísmóti 2014!

Öll úrslit mótsins má finna á www.olismot.is.