Glæsilegu Olísmóti lokið

Glæsilegu Olísmóti lokið

Nú fyrir skömmu lauk glæsilegu Olísmóti á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Það var mikið líf og fjör hjá nærri 400 strákum á vellinum alla helgina enda skoruð hvorki fleiri né færri en 816 mörk í 192 leikjum á mótinu.

Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu Olísmótsins auk þess sem myndir frá mótinu má finna á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.

Tags: