Glötuð tækifæri á Húsavík

Glötuð tækifæri á Húsavík

Strákarnir lögðu land undir fót og mættu Völsungi á Húsavík um seinustu helgi. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir aragrúa marktækifæra vildi boltinn ekki í netið og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Selfyssingar voru mun sterkari löngum köflum í leiknum en voru mislagðir fætur inn í markteig andstæðinganna og fóru því einungis með eitt stig í farteskinu heim.

Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Þrótti laugardaginn 22. júní kl. 14:00.

Tags: