Góður árangur hjá 3. flokki

Góður árangur hjá 3. flokki

Þriðji flokkur karla lék gegn Breiðablik  í undanúrslitum Íslandsmótsins í knattspyrnu föstudaginn 15. september.

Leikurinn var hin besta skemmtun en það voru Selfyssingar sem komust yfir á 34. mínútu með marki frá Þorvarði Hjaltasyni. Breiðablik svaraði með tveimur mörkum áður en að Sigmundur Nói Tómasson jafnaði metin með stórglæsilegu skoti.

Framundan voru æsispennandi lokamínútur þar sem Blikar sigldu fram úr og skoruðu tvö mörk. Lokastaðan 2-4 fyrir Breiðablik.

Grátlegur endir á annars frábæru sumri hjá strákunum í  þriðja flokki. Án efa miklar framtíðarstjörnur félagsins hér á ferðinni.