Góður árangur í Lengjubikarnum

Góður árangur í Lengjubikarnum

Selfyssingar náðu góðum árangri í Lengjubikarnum í knattspyrnu í ár en liðið komst í fjórðungsúrslit þar sem strákarnir okkar mættu KA-mönnum á Akureyri í gær.

Það var Alfi Conteh sem kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu sem leiddu eftir jafnan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik voru KA-menn hins vegar mun ákveðnari, skoruðu fjögur mörk gegn engu okkar pilta.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.