Góður sigur á Haukum

Góður sigur á Haukum

Selfoss fékk Hauka í heimsókn og fengu gestirnir úr Hafnarfirði kennslustund.

Hrvoje Tokic kom Selfossi 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Tokic átti eftir að fullkomna þrennuna í seinni hálfleik en lokatölurnar urðu 5-0 fyrir Selfoss.

Þessi lið eru að berjast á botninum. Selfoss var í fallsæti fyrir leikinn en Haukar eru komnir þangað núna. Gengi Hauka hefur verið afleitt að undanförnu og hefur liðið ekki unnið fótboltaleik síðan í lok júní

Næsti leikur karlaliðsins okkar er laugadaginn 25. ágúst gegn Þrótti R. í Laugardalnum.